Um bros-karla

Þegar ég var við nám í Lundi '70 - '74 þá hékk tússtafla á einum gangi skólans þar sem nemendur gátu skrifað tilkynningar. Ég man vel eftir því þegar ég þurfti að lýsa eftir einni fágætri bók sem mig vantaði fyrir ritgerð mína en fannst heldur rudda-legt að lýsa einungis eftir bókinni, svo ég teiknaði lítinn bros-karl með auglýsingunni. Það var þá sem rann upp fyrir mér að til þess að skrifa bros-karl þarf einungis tví-punkt og hægri-sviga. Þegar ég mundi skyndilega eftir að rit-vél mín hafði bæði þessi tákn þaut ég heim og fann upp hina ýmsu bros-karla þetta kvöldið. Náði ekki að klára rit-gerðina á tíma og því féll ég á kúrsinum og tók hann aftur. En það vissi ég að bros-karlar þessir yrðu máske nytsamlegir við að tjá svipbrigði á raf-heilum framtíðarinnar, en slíka hafði ég aðeins séð þegar ég var staddur í Ameríku haustið 1973. Sem þeir svo urðu. ; - ). Læt fylgja með nokkra af bros-körlum þeim er ég fann upp, með skýringum.

: - ) (bros-karl)
; - ) (blikk-karl)
: - P (dóna-karl)

=^_^= (brosandi köttur)

(o) (o) (páfa-gaukur)
v

'–ı–ı–ˆ (hundur)

/81Idva=2&&/ (frjálshyggja)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Er þetta ekki mynd af lækni sem heitir Sveinn Rúnar Hauksson? Er það Hreinn eða er það Sveinn, eða er það Hreinn sveinn?

Nema hvort tveggja sé.

Vilhelmina af Ugglas, 20.1.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Jú, þetta er hann. Ennfremur er enginn "Hreinn Ingimarsson" til. Svo þekki ég heldur engan háskólamann sem skrifar svona asnalegan stíl.

Elías Halldór Ágústsson, 21.1.2008 kl. 08:21

3 Smámynd: Hreinn Ingimarsson

Ekki veit ég hvað þið borðuðuð í morgunmat drengir mínir, en ég fékk mér kremkex.

Snáfið nú og látið mig í friði!

Hreinn Ingimarsson, 21.1.2008 kl. 10:02

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Nú er hann búinn að skipta um mynd. Ætli þetta sé einhver annar þekktur Íslendingur?

Elías Halldór Ágústsson, 21.1.2008 kl. 10:29

5 Smámynd: Hreinn Ingimarsson

Þetta er nú bara mynd sem frændi minn tók af mér í sumar í sumarbúðum.

Hreinn Ingimarsson, 21.1.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband